Áætlanir hafi ekki staðist í mörg ár

Reykja­vík­ur­borg hef­ur ým­ist fellt niður eða frestað skulda­bréfa­út­boði fimm sinn­um á ár­inu. Þá hef­ur eft­ir­spurn fjár­festa eft­ir skulda­bréf­um Reykja­vík­ur­borg­ar verið dræm og kjör­in slök bæði á þessu ári og því síðasta.

Í svör­um frá Reykja­vík­ur­borg við fyr­ir­spurn ViðskiptaMogg­ans kem­ur fram að ástæðan fyr­ir frest­un á skulda­bréfa­út­boðinu í síðustu viku hafi verið að á þeim degi hafi farið fram í borg­ar­stjórn seinni umræða um fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2025 og fimm ára áætl­un 2025-2029.

„Reykja­vík­ur­borg hef­ur alla jafna ekki verið með skulda­bréfa­út­boð í sömu viku og upp­gjör eða fjár­hags­áætlan­ir eru birt­ar og þess vegna var ákveðið að fresta útboðinu um viku,“ seg­ir í svör­um borg­ar­inn­ar. Um­rætt skulda­bréfa­út­boð mun fara fram í dag.

Þórður Gunn­ars­son, hag­fræðing­ur og stjórn­ar­maður í Orku­veitu Reykja­vík­ur fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að borg­in hafi lík­lega slegið útboðunum á frest í þeirri von að kjör á markaði batni síðar. Hann bend­ir á að dótt­ur­fé­lög inn­an sam­stæðu borg­ar­inn­ar hafi ekki átt í vand­ræðum með að sækja sér láns­fé.

Sam­kvæmt út­komu­spá verður rekstr­araf­gang­ur árs­ins í ár rúm­leg­ar hálf­ur millj­arður króna og á næsta ári um 1,7 millj­arðar. Lán­töku­áætlun fyr­ir næsta ár hljóðar upp á 16,5 millj­arða króna sem er sama fjár­hæð og gert er ráð fyr­ir í ár. Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri gaf út í byrj­un síðasta mánaðar í sam­tali við mbl.is að Perl­an væri í sölu­ferli og „ágæt­ar viðræður í gangi í kring­um það“.

„Ef rétt reyn­ist að ein for­senda út­komu­spár borg­ar­inn­ar fyr­ir þetta ár sé að Perl­an selj­ist þá er ekki sér­stak­lega lík­legt að sú spá stand­ist. Fast­eigna­mat Perlunn­ar er rétt tæp­ir 4 millj­arðar króna og því gæti end­an­leg af­koma árs­ins 2024 orðið verri en gefið hef­ur verið út,“ seg­ir Þórður.

Spurður hvort hann telji þau mark­mið sem borg­in hafi sett sér vera raun­hæf seg­ist Þórður ef­ast um það.

„Varðandi það hvort mark­miðin sem borg­in set­ur fram séu raun­hæf næg­ir að benda á að áætlan­ir Reykja­vík­ur­borg­ar hafa ekki verið ná­lægt því að stand­ast um margra ára skeið,“ seg­ir Þórður að lok­um.

Grein­in birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út í morg­un.