Innherji: Skattar, ESB og neyðarlög á Seðlabankann?

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans.

Nú í kjöl­far kosn­inga reyna þrír flokk­ar að ná sam­an þar sem lof­orðin eru hærri skatt­ar í boði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og skýr krafa Flokks fólks­ins um að skerða líf­eyr­is­rétt­indi fólks með því að taka úr líf­eyr­is­sjóðunum 90 millj­arða á ári. Þetta ásamt kröfu Viðreisn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og upp­töku evru.

Það verður áhuga­vert að sjá Kristrúnu í vænt­an­legu embætti for­sæt­is­ráðherra taka á því að vera með Ingu Sæ­land hjá Flokki fólks­ins og Þor­gerði Katrínu hjá Viðreisn í því að leysa sam­eig­in­lega úr efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar þegar sýn þeirra er mjög ólík á flest þau verk­efni sem þarf að vinna.

Óum­deilt þá eru þetta þrjár sterk­ar kon­ur en þær stýra all­ar flokk­um sín­um í gegn­um per­sónu sína og ímynd en ekki endi­lega á fólk­inu sem mynd­ar flokk­ana, enda auka­leik­ar­ar að mati Kristrún­ar.

Í stefnu­skrá Flokks fólks­ins kem­ur fram að út­gerðin þurfi að greiða fullt gjald fyr­ir auðlind­ina, óskil­greint reynd­ar hvað fullt gjald sé. Mögu­lega er það all­ur hagnaður í grein­inni. Ekki vill flokk­ur­inn einka­rekna fjöl­miðla, enda á móti slík­um styrkj­um en seg­ir ekk­ert um millj­arðana sem greidd­ir eru í RÚV eða til­tek­ur styrk­ina til stjórn­mála­flokk­anna. Ekki vill flokk­ur­inn selja eign­ar­hlut rík­is­ins í bönk­un­um en vill hins veg­ar draga úr skriffinnsku í kring­um lít­il fyr­ir­tæki og ein­yrkja.

Hvernig fer það í Kristrúnu hjá Sam­fylk­ingu, sem hef­ur kraf­ist þess að loka ehf.-gat­inu? Gati sem reynd­ar er ekki gat því það er eðli­leg skatt­lagn­ing og hluti af fyr­ir­tækjaum­hverfi lands­ins. Það að bera sam­an við Norður­lönd­in, eins og Sam­fylk­ing­in hef­ur gert, er óljóst í besta falli og von­laus sam­an­b­urður í raun því mun fleiri breyt­ur skipta þar máli. Norður­lönd­in skipta kannski engu máli leng­ur því nú er það Evr­ópu­sam­bandið.

Það má samt gleðjast yfir því að Vinstri-græn­ir, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru horfn­ir af þingi. Það er kannski þess virði að hafa farið í þenn­an leiðang­ur bara til að ná því fram, verst er þó að skatt­greiðend­ur þurfi að greiða fjár­muni til Sósí­al­ista og Pírata þótt þeim hafi verið hafnað. Vinstri-græn­ir þurfa hins veg­ar að finna sér aðra vinnu­veit­end­ur en skatt­greiðend­ur.

Seðlabank­inn hef­ur ít­rekað haldið því fram að öll stjórn­mála­leg óvissa sé reiknuð inn í það vaxta­lækk­un­ar­ferli sem er hafið. Ólík­legt er að bank­inn, með Ásgeir Jóns­son í far­ar­broddi, hafi reiknað inn þá óvissuþætti sem þess­ir þrír flokk­ar koma með inn í efna­hags­líf þjóðar­inn­ar.

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, odd­viti hjá Flokki fólks­ins, ætl­ar hvort eð er að setja neyðarlög á bank­ann, nokkuð sem hún boðaði í kosn­inga­bar­átt­unni stolt, þannig að áætlan­ir Ásgeirs skipta kannski litlu.

Margt af þessu hljóm­ar auðvitað ótrú­verðugt en bygg­ist á orðum og stefnu­mál­um flokk­anna sem nú freista þess að ná sam­an um stjórn lands­ins. Var þetta virki­lega það sem kjós­end­ur kölluðu eft­ir?