Engin heiðvirð manneskja vilji kenna sig við samtökin

„Þetta eru viðbrögðin sem við vonuðumst eft­ir,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, um að fimmt­ung­ur fyr­ir­tækja í Sam­tök­um fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði (SVEIT), sem hún sendi bréf í gær vegna kjara­samn­ings við stétt­ar­fé­lagið Virðingu, hafi sagt sig úr sam­tök­un­um og enn fleiri lýst yfir vilja til að fylgja kjara­samn­ing­um Efl­ing­ar.

„Við vonuðumst eft­ir því að at­vinnu­rek­end­ur í veit­ing­a­rekstri myndu strax sjá að þarna er verið að hafa mjög rangt við og að þeir myndu vilja fjar­lægja sig SVEIT sem stend­ur að baki stofn­un þessa gervistétt­ar­fé­lags Virðing­ar. Sem hef­ur út­búið þenn­an raun­veru­lega glæp­sam­lega svo­kallaða kjara­samn­ing,“ seg­ir Sól­veig Anna jafn­framt í sam­tali við mbl.is.

Gangi gegn grund­vall­ar­regl­um

Það var SVEIT sem stofnaði stétt­ar­fé­lagið Virðingu fyr­ir starfs­fólk sitt, en bent hef­ur verið á að slík ráðstöf­un gangi gegn grund­vall­ar­regl­um á vinnu­markaði. Launa­fólkið sjálft eigi að stofna sín stétt­ar­fé­lög. Þá hef­ur Sól­veig Anna sagt að kjara­samn­ing­ur­inn sé til þess gerður að skerða rétt­indi starfs­fólks til hags­bóta fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur.

Af þeim 108 fyr­ir­tækj­um sem fengu bréf frá Sól­veigu Önnu í gær, þar sem greint var frá þeim aðgerðum sem gripið yrði til vegna kjara­samn­ings SVEIT við virðingu, hafa 22 fyr­ir­tæki lýst því að þau hafi gengið úr SVEIT eða hafi óskað eft­ir úr­sögn. Þá hafa alls 33 fyr­ir­tæki lýst því að þau muni fylgja kjara­samn­ingi Efl­ing­ar, eða tæp­ur þriðjung­ur. Fé­lag­inu hafa einnig borist staðfest­ing­ar á hinu sama frá fyr­ir­tækj­um sem ekki fengu um­rætt bréf. 

„Við erum ánægð með þessi viðbrögð og ég vona að þau fyr­ir­tæki sem eiga eft­ir að svara er­ind­inu frá okk­ur, geri það í dag, og að þeirra svör verði sam­bæri­leg þeim sem við höf­um fengið.“

„Til há­bor­inn­ar skamm­ar“

Sól­veig Anna bend­ir á að Efl­ing geri kjara­samn­ing um störf í veit­inga­geir­an­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og þar sé öll­um lög­um og regl­um fylgt. Samn­ing­ur­inn sé svo bor­inn upp til at­kvæðagreiðslu hjá fé­lags­fólki, sem hef­ur mögu­leika á að taka þátt í að móta sín eig­in kjör. Það séu vinnu­brögð sem verka­lýðshreyf­ing­in og flest­ir at­vinnu­rek­end­ur vilji aðhaf­ast. 

„Það að það komi svo ein­hverj­ir ein­stak­ling­ar sem halda að þeir geti end­ur­skrifað lög, regl­ur og kjara­samn­inga upp á sitt eins­dæmi, án þess að vinn­andi fólk komi þar að. Og reynt svo að telja öðrum trú um að það sé ekk­ert annað en sjálfsagt og eðli­legt að fara að starfa eft­ir ein­hverj­um svona svika­gjörn­ingi er til há­bor­inn­ar skamm­ar.“

Sól­veig Anna von­ast því til þess að á end­an­um logn­ist stétt­ar­fé­lagið Virðing út af.

„Af þeirri ein­földu ástæðu að eng­in heiðvirð mann­eskja vilji láta kenna sig við, hvorki SVEIT, né Virðingu.“