Fjöldi fyrirtækja segir sig úr SVEIT

Fimmt­ung­ur allra þeirra fyr­ir­tækja sem stétt­ar­fé­lagið Efl­ing sendi bréf vegna kjara­samn­ings SVEIT, sam­taka fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði, við stétt­ar­fé­lagið Virðingu, hef­ur sagt sig úr sam­tök­un­um. Þá hafa enn fleiri fyr­ir­tæki lýst því að þau muni fylgja kjara­samn­ing­um Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, sendi bréf til aðild­ar­fyr­ir­tækja SVEIT fyr­ir há­degi í gær þar sem tí­undaðar voru sum­ar þær aðgerðir sem Efl­ing hyggst ráðast í gegn SVEIT og ein­stök­um aðild­ar­fyr­ir­tækj­um, vegna þess sem Efl­ing tel­ur að sé ólög­mæt­ur kjara­samn­ing­ur við Virðingu. Þegar hafa borist viðbrögð frá tug­um fyr­ir­tækja. 

Launa­fólk stofni sjálft sín fé­lög

Það var SVEIT sem stofnaði stétt­ar­fé­lagið Virðingu fyr­ir starfs­fólk sitt, en bent hef­ur verið á að slík ráðstöf­un gangi gegn grund­vall­ar­regl­um á vinnu­markaði. Launa­fólkið sjálft eigi að stofna sín stétt­ar­fé­lög.

Áður höfðu Efl­ing, Starfs­greina­sam­bandið, ASÍ, BSRB, BHM og fleiri gagn­rýnt harðlega stofn­un Virðing­ar. Í yf­ir­lýs­ingu sem BSRB og BHM sendu frá sér í gær sagði jafn­framt að það væri forkast­an­legt að at­vinnu­rek­end­ur væru að grafa und­an rétt­ind­um launa­fólks í eig­in­hags­muna­skyni, með þess­um hætti.

Ánægð með viðbrögðin

Af þeim 108 fyr­ir­tækj­um sem fengu bréf frá Sól­veigu Önnu í gær hafa 22 fyr­ir­tæki lýst því að þau hafi gengið úr SVEIT eða hafi óskað eft­ir úr­sögn. Þá hafa alls 33 fyr­ir­tæki lýst því að þau muni fylgja kjara­samn­ingi Efl­ing­ar, eða tæp­ur þriðjung­ur. Fé­lag­inu hafa einnig borist staðfest­ing­ar á hinu sama frá fyr­ir­tækj­um sem ekki fengu um­rætt bréf. 

„Ég er mjög ánægð með þau viðbrögð sem mér hafa borist frá for­svars­mönn­um veit­inga­húsa. Lang­flest­ir hafa lýst yfir full­um vilja til að fylgja lög­leg­um kjara­samn­ing­um og virða rétt­indi síns starfs­fólks. Það er jafn­framt ánægju­legt að sjá fyr­ir­tæk­in segja sig úr SVEIT, en í því felst skýr afstaða gegn þeim öm­ur­lega blekk­ing­ar­leik sem SVEIT hafa sett á svið í gegn­um gervistétt­ar­fé­lagið Virðingu,“ er haft eft­ir Sól­veigu Önnu í til­kynn­ing­unni.