Úkraína, Sýrland og Bandaríkin efst á baugi

Fjar­fund­ur nor­rænu ut­an­rík­is­ráðherr­anna fór fram í dag þar sem efst á baugi voru mál­efni Úkraínu, þróun mála í Sýr­landi og sam­skipti við Banda­rík­in.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Íslands.

„Ráðherr­arn­ir voru ein­huga um mik­il­vægi þess að halda áfram dygg­um stuðningi við Úkraínu sem nú hef­ur var­ist ólög­legu og blóðugu inn­rás­ar­stríði Rúss­lands í meira en 1000 daga. Norður­lönd­in hafa veitt Úkraínu stuðning á þess­um tíma og er rík­ur vilji hjá ríkj­un­um að hon­um verði fram­haldið,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Munu fylgj­ast með gangi mála í Sýr­landi

Þá var einnig til umræðu fall Assad-harðstjórn­ar­inn­ar í Sýr­landi síðastliðna helgi á fund­in­um og kem­ur fram að ráðherr­arn­ir fylg­ist náið með hvernig mál munu þró­ast þar á næstu miss­er­um og hvort staðan komi til að hafa áhrif á gang mála á Gasa­svæðinu og víðar.

Þá mun ný rík­is­stjórn Don­ald Trumps taka við í Banda­ríkj­un­um 20. janú­ar og áréttuðu nor­rænu ráðherr­arn­ir á fund­in­um mik­il­vægi þess að standa vörð um náið sam­starf Norður­land­anna og Banda­ríkj­anna.

Finn­land tek­ur við for­mennsku á næsta ári

„Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Norður­land­anna starfa náið sam­an und­ir for­merkj­um N5 en í dag var síðasti fund­ur þeirra á for­mennsku­ári Svíþjóðar. Finn­land tek­ur við for­mennsku í nor­ræna ut­an­rík­is­mála­sam­starf­inu á næsta ári.“

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að María Mjöll Jóns­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri alþjóðapóli­tískra mál­efna, hafi sótt fund­inn fyr­ir hönd Íslands í fjar­veru Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra.